Greiðfært á Suðurlandi

Vegir eru að heita má greiðfærir á Suður- og Suðvesturlandi. Hálka er þó á Bláfjallavegi og Kjósarskarðsvegur er þungfær.

Á Vesturlandi er einnig mikið autt en krapi, hálka eða hálkublettir eru á fáeinum vegum, einkum fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar krapi eða nokkur hálka.

Vegir eru að mestu auðir í Húnavatnssýslum en annars staðar á Norðurlandi er víða krapi, hálkublettir eða jafnvel hálka.

Vetrarfærð er einnig á Austurlandi, krapi, hálka eða hálkublettir en niðri á fjörðum er það hlýtt að þar tekur ört upp og með suðausturströndinni er nánast að verða autt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert