Snjókomubakki nálgast

mbl.is/Styrmir Kári

Snjókomubakki nálgast nú norðaustanvert landið. Frá því um kl. 15 í dag og fram á kvöld er reiknað með allhvassri norðan átt eða 12-16 m/s og hríðarveðri frá Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi í vestri, austur um á norðanverða Austfirði, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar. Sjá veðurvef mbl.is.

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði einnig víða á Suðurlandi.                  

Hálka er á Mosfellsheiði.

Á Vesturlandi er víða greiðfært þó er hálka á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Snjóþekja er víða á Vestfjörðum en eitthvað um hálku og hálkubletti.

Á Norðurlandi eru víða hálkublettir þó eitthvað um hálku. Varað er við grjóthruni í Mánárskriðum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát. 

Á Norðurlandi eystra er víða snjóþekja og éljagangur. Þungfært er um Vatnsskarð eystra.

Greiðfært er á Austur- og Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert