Lokað verði fyrir sjókvíaeldi á norskættuðum eldislaxi

mbl.is/Einar Falur

Landssamband veiðifélaga hefur ritað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem þess er krafist að Eyjafirði og Ísafjarðardjúpi verði lokað fyrir sjókvíaeldi á norskættuðum eldislaxi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í bréfinu er vísað til samkomulags Fiskeldismanna og veiðiréttareigenda og stjórnvalda á grundvelli niðurstöðu nefndadar sem ráðherra skipaði  1988 um dreifingu á norskum laxastofnun.  

Lítur landssambandið þannig á að stjórnvöld hafi með samkomulaginu skuldbundið sig til að fylgja grundvallar niðurstöðu nefndarinnar um að bannað sé að nota norskættaðan lax í sjókvíaeldi við Ísland.  Landsambandið bendir ráðuneytinu einnig á að laxeldi á þessum stöðum skapi aukna hættu á að strokulaxar úr eldiskvíum leiti í nærliggjandi ár og hrygni þar.  

Er þar skemmst að minnast þegar laxar sluppu úr sjókvíum Í Norðfirði árið 2003 og komu fram í laxveiðiám á Austurlandi og einnig atburðum í Patreksfirði haustið 2013, en a.m.k 400 kynþroska eldislaxar veiddust í innst í firðinum s.l. sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert