Vegagerðin frestar nýrri brú yfir Jökulsá á Fjöllum vegna flóðahættu

Ný veglína yfir Jökulsá á Fjöllum til skoðunar er norðan …
Ný veglína yfir Jökulsá á Fjöllum til skoðunar er norðan við hinar fyrri.

Vegagerðin hefur hætt við fyrirhugað útboð á brú yfir Jökulsá á Fjöllum, á þjóðvegi eitt sunnan Grímsstaða.

Þetta má lesa út úr nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta, þar sem farið er yfir fyrirhuguð útboð Vegagerðarinnar. Hefur útboðinu verið frestað um óákveðinn tíma.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, má rekja þessa ákvörðunar til eldsumbrotanna í og við Vatnajökul í vetur. Verið er að skoða breyttar útfærslur á brúnni og nýja staðsetningu í ljósi umbrotanna. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir nýrri brú um 500 metrum sunnar en núverandi brúarstæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert