OR ekki heimilt að lækka gjöldin

Orkuveituhúsið.
Orkuveituhúsið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nam 8,9 milljörðum króna í fyrra, líkt og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu í fyrradag. Hagnaðurinn á árinu 2013 var 3,4 milljarðar, og jókst hagnaðurinn þannig um 162%.

„Sá tími mun koma. Enginn yrði kátari en ég, þann dag sem við lækkum gjaldskrár,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í Morgunblaðinu í dag, spurður hvort ekki væri lag nú fyrir Orkuveituna að lækka gjöldin fyrir heita vatnið og rafmagnið til viðskiptavina í ljósi svo góðrar afkomu.

„Við erum á ótrúlega góðri siglingu og erum auðvitað mjög glöð með það. En það sem hindrar það í raun, að við getum lækkað verðið, er að aðgerðaáætlun okkar, sem gengur undir nafninu Planið og var samþykkt í lok marsmánaðar 2011, er bindandi út árið 2016,“ segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert