Svarað einni fyrirspurn af sex

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Alþingi í dag og kvartaði yfir því að erfiðlega gengi að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til þess að ræða stjórnarmálefni á vettvangi þingsins.

Málið hefði verið rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar og í kjölfarið hafi Helgi ákveðið að skoða málið. Honum teldist til að Sigmundur hefði ekki svarað nema einni skriflegri fyrirspurn frá stjórnarandstöðunni af sex á undanförnum mánuðum. Elsta fyrirspurnin væri frá því um miðjan nóvember en ráðherrann ætti að svara innan þriggja vikna.

Þar á meðal væri meðal annars fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, varðandi verðtrygginguna. Helgi sagðist skilja vel að Sigmundur vildi ekki ræða verðtrygginguna en það yrði samt að gera. Fór hann fram á að Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tæki málið til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert