Verkfallskjör í uppnámi

Óvissa er um fordæmisgildi Félagsdóms.
Óvissa er um fordæmisgildi Félagsdóms. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun 16 félaga innan Starfsgreinasambandsins er í uppnámi vegna niðurstöðu Félagsdóms, sem ógilti verkfallsboðun félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands í gær en til stóð að tæknimenn Ríkisútvarpsins hæfu verkfall í dag sem standa átti í fjóra daga.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hafi rætt sín á milli í gærkvöldi vegna málsins og muni hittast klukkan 13.00 í dag og fara yfir stöðuna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ég get ekkert sagt um fordæmisgildi þessa dóms fyrr en búið er að fara yfir hann með okkar lögmönnum en það er mín persónulega skoðun að við eigum að halda ótrauðir áfram með atkvæðagreiðsluna og leyfa því að ráðast hvort Samtök atvinnulífsins hafa kjark og þor til að mæta íslensku verkafólki ef til átaka kemur.“ Atkvæðagreiðsla Starfsgreinasambandsins nær til ríflega 10 þúsund manns og því mikil röskun ef stöðva þarf atkvæðagreiðsluna og hefja hana að nýju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert