Búrhænur á leiðinni út

Samkvæmt nýrri reglugerð um velferð alifugla verður notkun á hefðbundnum búrum hætt í eggjaframleiðslu 31. desember 2021.

Búrhænurnar eru því á leiðinni út og frjálsar hænur það sem koma skal. Ætla má að 78% varphæna séu í búrum og 22% í lausagöngu, að því er fram kemur í umfjöllun um egg og eggjabændur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þar kemur fram, að þetta þýði miklar breytingar í búskapnum. Félag eggjabænda fékk Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til þess að meta áhrifin af nýju reglugerðinni. Þar er gert ráð fyrir því að heildarfjárfesting íslenskra eggjaframleiðenda vegna aðlögunar að nýrri reglugerð sé á bilinu 2.000-2.500 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert