Hlýindi og éljagangur allsráðandi

Páll Bergþórsson veðurfræðingur
Páll Bergþórsson veðurfræðingur mbl.is/RAX

Veður marsmánaðar hefur verið merkilegt fyrir margar sakir, að mati Páls Bergþórssonar, veðurfræðings.

„Það sem hefur einkennt þennan mánuð er mikil suðvestanátt eða það sem við köllum útsynning,“ segir Páll en í honum felist suðvestanátt og éljagangur.

„Þessi éljagangur er til kominn af því að kalt loft streymir vestan frá Kanada fyrir sunnan Grænland. Þar kemur það yfir hlýjan sjó og þannig hitnar loftið mjög neðan frá og þá rísa upp þessir miklu bólstrar og éljaský,“ segir Páll í Morgunblaðinu í dagog bætir við að það sé sjaldgæft að útsynningur sé ríkjandi í veðurfari á þessum tíma en honum fylgi yfirleitt leiðinlegt veður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert