Þremenningarnir neita sök

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Mál Kristjáns Markús­ar Sí­vars­son­ar og tveggja nítj­án ára gam­alla pilta var tekið fyr­ir að nýju í Héraðsdómi Reykjaness í dag, eftir að þremenningarnir höfðu látið hjá líða að mæta í dómsal við síðustu fyrirtöku. Mættu þeir að þessu sinni og neituðu allir sök í málinu, en þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa sparkað í höfuð manns, gefið hon­um rafstuð og neytt hann til að drekka smjör­sýru.

Þá seg­ir í ákæru að þeir hafi stungið mann­inn í lærið með óhreinni sprautu­nál í því skyni að smita hann af lifra­bólgu C. Í mál­inu er gerð einka­rétt­ar­krafa á hend­ur þre­menn­ing­un­um, en maður­inn sem varð fyr­ir árás­inni krefst þess að þeir verði dæmd­ir sam­eig­in­lega til að greiða hon­um þrjár millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

Kristján Markús er einnig ákærður sér­stak­lega fyr­ir fram­leiðslu ólög­legs áfeng­is á heim­ili sínu með því að hafa fram­leitt 198 lítra af gambra, sem varð ljóst þegar lög­regla gerði þar hús­leit í ág­úst 2014. Verður næst réttað í málinu þann 8. apríl næstkomandi í Héraðsdómi Reykjaness.

Sjá fréttir mbl.is:

Eng­inn sak­born­inga mætti í dómsal

Ákærðir fyr­ir gróf of­beld­is­brot

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert