Búið að moka Fróðárheiðina

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hálkublettir eru á Sandskeiði og Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkur hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, einkum á útvegum.

Víða er hálka eða hálkublettir á vegum vestanlands. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálka er víða á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja og skafrenningur á Þröskuldum.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Það éljar og snjóar við norðausturströndina. Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Snjóþekja, hálkublettir og éljagangur eru með suðausturströndinni en þæfingsfærð og éljagangur við Kvísker í Öræfasveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert