Týr bjargar 320 - myndir

Varðskipið Týr bjargaði í dag um 320 flóttamönnum af fiskibát um 30 sjómílur norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú allir um borð í Tý, sem siglir áleiðis til Pozzallo á Sikiley og áætlar komu þangað síðla dags á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

„Áhöfnin á Tý hlúir nú að flóttamönnunum en fólkið var nokkuð óttaslegið eftir hrakningarnar. Í hópnum er fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá eru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi.

Báturinn sem fólkið var á er ca. 12 metra langur trébátur með vél. Leki var kominn að honum og er það því mikil mildi að áhöfnin á Tý bjargaði öllu fólkinu áður en báturinn sökk,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert