Dagur: Hagkvæmast að byggja við Hringbraut

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Kristinn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að breytingar hafi verið gerðar á Landspítalaverkefninu þegar það var tekið til róttækrar endurnýjunar eftir hrunið 2008. Nú sé ekki lengur gert ráð fyrir að „rífa allt og byggja nýtt frá grunni“ heldur sé núna gert ráð fyrir að nýta eigi hluta af núverandi byggingum áfram.

Þetta geri staðsetningu nýs spítala við Hringbraut að mun hagstæðari kosti en aðrar staðsetningar.

„Fyrir hrun var gert ráð fyrir að rífa allt og byggja nýtt frá grunni. Þessi áform voru tekin til róttækrar endurskoðunar eftir hrun og í núverandi áformum sem eru mun hófstilltari og raunhæfari er gert ráð fyrir að nýta um 56.000 fermetra í núverandi byggingum áfram. Það er sirka ein eða ein og hálf Smáralind eða hvað?

Til að fylgja eftir hugmyndum um að byggja algjörlega nýjan spítala á nýjum stað þurfa því að fylgja tugmilljarða viðbótarframlög til að byggja þessa 56.000 fermetra, auk þess viðbótarhúsnæðis sem nú á að rísa. Meðal annars vegna þessa er hagkvæmni þess að sameina spítalastarfsemina á Hringbraut mest.

Ég efast um að stemmning sé fyrir því að bæta þessum viðbótar-milljarðatugum við verkefnið, nógu erfiðlega hefur gengið að afla þeirra sem þarf til að koma verkefninu af stað. Stöndum saman um að endurnýjun á húsakosti Landspítalans við Hringbraut,“ segir borgarstjórinn í færslu á Fésbókarsíðu sinni.

Eins og kunnugt er hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra velt því upp hvort að ástæða væri til að kanna hvort skynsamlegt væri að reisa nýjan Landspítala á lóð Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. 

Hann hefur jafnframt sagt að ef till vill verði nýr Land­spít­ali reist­ur við Hring­braut en „lausnamiðað“ fólk hljóti að skoða mögu­leik­ana miðað við aðstæður“.

Frétt mbl.is: „Lausnamiðað“ fólk skoðar möguleikana

það er fagnaðarefni að málefni Landspítalans séu komin aftur í brennipunkt. Það er fátt mikilvægara en að endurnýja hú...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Friday, April 3, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert