„Það er fólk alls staðar“

Júníus Meyvant kom fram á tónleikum í Ísafjarðarkirkju í gær.
Júníus Meyvant kom fram á tónleikum í Ísafjarðarkirkju í gær. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

„Það er mjög fín stemning í bænum. Það heppnaðist allt vel í gær, við gerðum smátilraun og færðum dagskrána úr skemmunni niður í bæ. Hátíðin hófst á órafmögnuðum tónleikum í kirkjunni og svo í beinu framhaldi var grínbræðingur í Ísafjarðarbíói. Ég held að fólk sé ánægt með þessar breytingar. Það er fólk alls staðar og það hefur allt gengið rosalega vel.“

Þetta segir Birna Jónasdóttir, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sem fram fer á Ísafirði um helgina. „Okkur fannst kominn tími til að poppa hátíðina aðeins upp og gefa mismunandi tónlistarsenum vettvang til að spila á. Það á ekki öll tónlist heima í hrárri risastórri skemmu,“ segir Birna. „Þetta er líka tilraun til þess að fá fólk í bæinn í staðinn fyrir að hafa það í skemmu fyrir utan miðbæinn.“

Gerir Birna ráð fyrir því að um 3.000 gestir séu á Ísafirði. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Allar vélar að lenda og ekkert vesen þar. Það er rosalega milt og gott veður, alveg blankalogn og mátulegur hiti.“

Aldrei fór ég suður heldur áfram í dag og verður nóg að gerast á Ísafirði. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. 

Fullt var útúr dyrum.
Fullt var útúr dyrum. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Valdimar kom fram á tónleikunum.
Valdimar kom fram á tónleikunum. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Saga Garðarsdóttir og Hugleikur Dagson héldu grínbræðing í Ísafjarðarbíó.
Saga Garðarsdóttir og Hugleikur Dagson héldu grínbræðing í Ísafjarðarbíó. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert