Handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er ekki einn einstakur atburður heldur viðvarandi ástand.
Heimilisofbeldi er ekki einn einstakur atburður heldur viðvarandi ástand. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á föstudaginn langa var lögreglan á Selfossi kölluð til vegna heimilisofbeldis. Maður hafði ráðist á sambýliskonu sína sem hlaut af því minni háttar áverka. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að í kjölfarið var unnið eftir verklagi sem lögregla hefur sett upp. Í því felst meðal annars að haldinn er sáttafundur með þeim sem ofbeldið snýr að. Að því komu ásamt lögreglu verjandi, réttargæslumaður og fulltrúi félagsmálayfirvalda. Að viku liðinni verður síðan farið aftur yfir stöðuna á heimilinu með sambýlisfólkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert