„Kvíði og ótti í ljósmæðrum“

„Það er auðvitað kvíði og ótti í ljósmæðrum,“ segir Kristín Viktorsdóttir ljósmóðir sem var í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni í morgun þar sem félagar í BHM sem hófu verkfall á miðnætti hittust. Ekki sé hægt að segja til um hversu margar barnshafandi konur muni finna fyrir aðgerðunum þó að tryggt sé að konur fái þjónustu í fæðingum.

Halla Þorvaldsdóttir, varaformaður BHM, vill ekki gefa neitt upp um hverjar kröfur félagsmanna séu, einungis grunnkrafan um að menntun starfsfólks sé metin að verðleikum. Hún segir verkfallið sögulegt þar sem félagið hafi ekki farið í jafnvíðtækar verkfallsaðgerðir frá árinu 1989. Lögfræðingar, sálfræðingar, eisla­fræðing­ar, nátt­úru­fræðing­ar, ljós­mæður, líf­einda­fræðing­ar og sjúkraþjálf­ar­ar eru á meðal þeirra sem hafa lagt niður störf.

Búið er að skipuleggja samstöðufund félagsmanna á Lækjartorgi í hádeginu á fimmtudag.

mbl.is var í Rúgbrauðsgerðinni í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert