Smyrill klófesti starra í morgunverð

Smyrill gæddi sér á ógæfusömum starra í gærmorgun í Mosfellsbænum og kippti sér ekki upp við það að herlegheitin væru fönguð á myndskeið. Þrátt fyrir að berjast hetjulega í nokkrar mínútur átti starrinn sér aldrei von í klóm ránfuglsins sem flaug með hann á brott þegar bardaginn var yfirstaðinn. 

Smyrlar eða dvergfálkar verpa um allt land en yfirleitt nálægt þéttbýli þar sem þeir lifa á smáfuglum, þeir vega einungis um 170-300 g og búa að afburða flughæfni. Starrar eru einungis um 60-100 g.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert