Hlakka til baráttunnar framundan

Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal í kvöld.
Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Kosið verður á milli Jóns Atla Benediktssonar og Guðrúnar Nordal í annarri umferð rektorskosninga sem fram fer í næstu viku. Jón Atli fékk 48,9% atkvæða en Guðrún Nordal 39,4%. Einar Steingrímsson fékk 9,7% atkvæða. 

Bæði Jón Atli og Guðrún segja baráttuna hafa verið málefnalega og þakka sínum stuðningsmönnum fyrir stuðninginn. „Það munaði ekki miklu en ég er mjög ánægður með að vera í þessari stöðu. Það munaði ekki miklu og ég er næstum því með 50% atkvæða, en það er heilmikil vinna eftir. Ég hlakka til þess að halda áfram að ræða við starfsfólk og nemendur,“ segir Jón Atli.

„Ég hlakka til næstu viku. Það er augljóst að fólk vill breytingar og það verður gaman að vinna að næstu dögum,“ segir Guðrún. Hún segir áherslumun frambjóðendanna nokkurn enda komi þeir úr ólíkum áttum. „Við komum mjög ólíkt að. Hann hefur verið aðstoðarrektor í sex ár en ég er að koma utanfrá. Því komum við ólíkt að verkefnunum, hann hefur unnið í stjórnsýslunni í sex ár. Það verða þá breytingar ef ég kem ný inn,“ segir Guðrún.   

Frétt mbl.is: Kjósa þarf aftur í rektorskjörinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert