Minni líkur á öðru eldgosi

Jarðeldur í Holuhraun.
Jarðeldur í Holuhraun. mbl.is/RAX

„Allar líkur eru á því að þessi atburðarás sé búin í bili, gosið hætt, sigið hætt og þrýstingurinn dottinn mikið til niður í öllu kerfinu og því ekki þess að vænta að það gjósi aftur í bráð.“

Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um ástandið í Bárðarbungu. Við eftirlitsflug yfir svæðið staðfestist endanlega það sem mælar höfðu sýnt, að sig væri hætt í Bárðarbungu.

Segir hann að áfram verði fylgst grannt með sigkötlum sem mynduðust í jöklinum sökum jarðhita og síga enn, en þó hægar. „Við sigið hefur aukist jarðhiti sem gæti leitt til þess að þarna myndist sigkatlar sem safni vatni eða vatn safnist í þá sigkatla sem fyrir eru,“ segir hann en slík söfnun vatns gæti valdið jökulhlaupum í ætt við Skaftárhlaupið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert