Íbúðalánasjóður gengur frá sölu á fasteignasafni

Langflestar eignanna, eða 151 af 400, eru í Reykjanesbæ.
Langflestar eignanna, eða 151 af 400, eru í Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Fulltrúar Íbúðalánasjóðs gengu í gær frá sölu á fasteignasafni til ónafngreindra kaupenda. Um er að ræða fjórða fasteignasafnið af sjö sem seld verða í einu lagi eftir útboð í fyrrahaust, alls um 400 íbúðir.

Sigurður Erlingsson, forstjóri sjóðsins, segir að líkt og við sölu fyrri fasteignasafna ríki trúnaður um kaupendur þess fjórða og að ekki verði veittar upplýsingar um kaupverðið eða meðalstærð íbúðanna í fermetrum.

Stefnt var að því að ganga frá samningum um sölu þessara sjö safna fyrir lok janúar á þessu ári. Ferli frágangs viðskiptanna reyndist tímafrekara en áætlað var og segir Sigurður að nú sé stefnt að því að ljúka sölunni fyrir sumarið. Fram kom í kynningu sjóðsins 14. október síðastliðinn að 19 eignanna 400 séu í Reykjavík og 34 í Hafnarfirði. Langflestar, eða 151, eru í Reykjanesbæ. Þá er 71 í Fjarðabyggð, 43 í Fljótsdalshéraði og 30 á Akranesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert