Ábyrgð, stefna og lína sem var ekki farið eftir

Hækkun launa stjórnenda HB Granda hefur farið illa í starfsmenn.
Hækkun launa stjórnenda HB Granda hefur farið illa í starfsmenn. mbl.isS/Þórður

„Auðvitað viljum við marka einhverja stefnu því ekki viljum við lenda í því sama og fyrir hrun. Við lögðum á okkur mikla vinnu sem við kynntum á aðalfundi HB Granda um bætta stjórnarhætti, kjarastefnu og annað í þeim dúr. Þetta var allt fellt.“

Þetta segir Harpa Ólafsdóttir, varastjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildis, sem er fjórði stærsti hluthafi HB Granda og á tæpra sex prósenta hlut. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Harpa sjóðinn ósáttan við stjórnarhætti hjá fyrirtækinu HB Granda en aðalfundurinn hækkaði laun stjórnarmanna sem kunnugt er um 33%, úr 150 þúsundum króna í 200 þúsund.

Eftir að tillögur Gildis höfðu verið felldar segir Harpa að næsta mál á dagskrá hafi verið að greiða atkvæði um stjórnarlaun. „Það var ekki tilkynnt nein hækkun. Þessi hækkun kom hvergi fram,“ segir hún. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, furðar sig í Morgunblaðinu í dag á því að breytingin hafi farið í gegn. „Það er skylda stjórnar sem leggur fram tillöguna að upplýsa í hverju breytingin felst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert