Slátrun á eldislaxi stöðvast

Slátrun á eldislaxi stöðvast ef ekki verður veitt undanþága frá …
Slátrun á eldislaxi stöðvast ef ekki verður veitt undanþága frá verkfalli. mbl.is/Helgi Bjarnason

Verkfall aðildarfélaga Bandalags háskólamanna mun hafa áhrif á nýjum sviðum næstu daga þegar félagar í Dýralæknafélagi Íslands og Félagi íslenskra náttúrufræðinga leggja niður störf á mánudaginn kemur.

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir slátrun alifugla og svínakjöts munu stöðvast ef undanþágunefnd, sem í sitja fulltrúar ríkis og Dýralæknafélags Íslands, veitir ekki undanþágu til slátrunar á grundvelli dýravelferðar og til heilbrigðisskoðunar. „Ef undanþágan felur ekki í sér heilbrigðisskoðun afurða fæst ekki heimild til dreifingar. Það gæti orðið kjötskortur.“

Dæmi um hin efnahagslegu áhrif er að slátrun á eldislaxi stöðvast á mánudaginn vegna verkfalls tveggja aðildarfélaga BHM. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir verkfallið geta komið niður á markaðshlutdeild Íslands ytra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert