Stormviðvörun á Snæfellsnesi

Stykkishólmur
Stykkishólmur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veðurstofan varar við stormi á Snæfellsnesinu, meira en tuttugu metrum á sekúndu, í allan dag.

Klukkan sex var sunnanátt, víða 8-13 m/s, en stormur í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi. Skýjað og þurrt að kalla sunnan- og vestan til, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Seyðisfirði.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Sunnan 5-10 m/s, en 8-15 á V-verðu landinu og enn hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi í dag. Skýjað að mestu og þurrt að kalla S- og V-lands og hiti 5 til 10 stig, en bjartviðri á N- og A-landi og hiti 10 til 16 stig þar yfir daginn.

Á sunnudag:
Sunnan 8-15 m/s, skýjað að mestu og súld með köflum, en heldur hægari og léttskýjað á N- og A-landi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.

Á mánudag:
Sunnan 8-15 m/s, rigning og hiti 4 til 8 stig. Ívið hægari vindur á N- og A-landi, þurrt og hiti 6 til 12 stig. Kólnar með skúrum eða jafnvel slydduéljum á SV-horninu um kvöldið.

Á þriðjudag:
Suðvestan og vestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en bjart með köflum á A-helmingi landsins. Hægari vindur og úrkomuminna um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast á A-verðu landinu.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt og rigning með köflum, en þurrt á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 3 til 9 stig, hlýjast SA-lands.

Á fimmtudag - sumardaginn fyrsta
Snýst í norðanátt með éljum eða snjókomu um landið N-vert. Stöku skúrir syðra framan af degi, en styttir síðan upp. Kólnandi veður.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðanátt með dálitlum éljum N-til, en léttskýjað á S-verðu landinu. Kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert