Stíft fundað í Karphúsinu

Það er mikið að gera hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana.
Það er mikið að gera hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana. mbl.is/Golli

Þrír samningafundir verða í húsi Ríkissáttasemjara í dag. Fyrst fundar samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags vegna kjaradeilu starfsmanna undirverktaka á afhafnasvæði Alcoa Fjarðaráls, því næst funda samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins og að lokum samninganefndir BHM og ríkisins. 

Fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna undirverktakanna var frestað um átta sólarhringa þann 11. apríl sl. Á samningafundum náðist árangur sem samninganefnd taldi réttlæta frestun. 

Hjúkrunarfræðingar horfa sérstaklega til nýrra kjarasamninga lækna í kjaraviðræðum sínum en kjarasamningar þeirra renna út þann 30. apríl nk. Mest áhersla er lögð á hækkun grunnlauna. 

Þá lögðu félagsmenn fjögurra félaga innan BHM niður störf á miðnætti. Áður höfðu félagsmenn sex félaga lagt niður störf 7. og 9. apríl sl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert