Vilborg Arna á ógiftri dóttur

Vilborg Arna fyrstu búðum Pumori.
Vilborg Arna fyrstu búðum Pumori. Ljósmynd/ Facebook.com/Vilborg80

Vilborg Arna Gissurardóttir gekk í dag ásamt samferðamönnum sínum í fyrstu búðir Pumori-fjalls en nafn fjallsins þýðir „ógift dóttir“ á tungumáli sjerpa. Er gangan hluti af aðlögun fjallgöngumannanna áður en haldið er upp á tind Everest fjalls en sú ganga tekur alls sex daga. 

„Í dag gengum við upp í camp 1 á mt Pumori. Magnað útsýni í allar áttir. Hér eru Everest og Lhotse - what a day,“ skrifar Vilborg við mynd frá Pumori sem birtist á Facebook-síðu hennar. 

Í fyrradag var minningardagur í grunnbúðum Everest þar sem beðið var fyrir leiðsögumönnunum 16 sem létu lífið í snjóflóði í Khumbu-ísfallinu fyrir ári. Vilborg var í grunnbúðum Everest í fyrra þegar flóðið féll. 

Ég man þennan dag eins og hann hafi gerst í gær og síðan þá hefur ekki liðið sá dagur sem ég hef ekki hugsað til þessa dags, skrifar Vilborg í færslu á heimasíðu sinni sem birtist í fyrradag. „Í gær fórum við í fyrsta skipti upp í ísfallið og það var kökkur í hálsinum á leiðinni. En þannig verður það í þessari ferð, Everst er orðin önnur og meiri áskorun en það var í upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert