12 fyrirtæki komin á listann

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar Sigurður Bogi Sævarsson

Alls voru tólf fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum komin á lista stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík í gær, sem lýsa áhuga á viðræðum um kjarasamninga við félagið á grundvelli kröfugerðar Starfsgreinasambandsins, skv. upplýsingum Aðalsteins Á. Baldurssonar, formanns félagsins.

Fram kom í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að fyrirtæki í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og matvælaiðnaði hafa lýst áhuga á að skrifa undir kröfur Framsýnar og semja fyrir sitt starfsfólk til að komast hjá verkföllum. Að sögn Aðalsteins hafa fleiri fyrirtæki bæst í hópinn á seinustu dögum. Framsýn gerir ráð fyrir að samið verði við fyrirtækin til eins árs um 35 þúsund kr. hækkun launataxta. Boðað hefur verið til félagsfundar á sunnudaginn og hefjast viðræður væntanlega í framhaldi af því. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert