Áttu fótum sínum fjör að launa

Lögreglustöðin á Hverfisgötu
Lögreglustöðin á Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mikil mildi er að ekki fór verr er ökumaður undir áhrifum fíkniefna ók bifreið upp á gangstétt á Laugaveginum rúmlega sjö í gærkvöldi. Mátti ekki miklu muna að hann æki niður gangandi vegfarendur.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ökumaður, sem væri annað hvort ölvaður eða í fíkniefnavímu, vegna rásandi aksturslag hefði ekið bifreið sinnu upp á gangstétt nærri gangandi fólki. Bifreiðin stöðvuð á Hverfisgötu og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna var stöðvaður á Suðurlandsbraut um klukkan 18 í gær og annar var stöðvaður á öðrum tímanum í nótt í Ármúla þar sem ökuljósin voru ekki tendruð.  Ökumaðurinn  hafði ekki ökuskírteini meðferðis og er hann grunaður um ölvun við akstur.

Um klukkan átján var tilkynnt um umferðaróhapp á Snorrabraut.  Tjónvaldur grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 

Á öðrum tímanum í nótt var bifreið stöðvuð í Kópavogi þar sem röng skráningarnúmer voru á bifreiðinni.  Nokkrum klukkustundum áður hafði verið tilkynnt um menn vera stela umræddum skráningarnúmerum af bifreið í miðborginni. 

Ökumaðurinn ( ung kona) var handtekinn,  grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Hún kvaðst hafa fengið bifreiðina lánaða skömmu áður og sagðist ekkert vita  hvaða skráningarnúmer ætti að vera á bifreiðinni.  Að lokinni upplýsinga- og sýnatöku var konan laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert