Fúsi vann til þrennra verðlauna

Gunnar Jónsson fær mikið hrós fyrir túlkun sína á Fúsa.
Gunnar Jónsson fær mikið hrós fyrir túlkun sína á Fúsa.

Kvikmynd Dags Kára, Fúsi, vann til þrennra verðlauna á Tri­beca kvik­mynda­hátíðinni í New York. Tilkynnt var um þetta í gær. Kvikmyndin var valin best í flokki „World Narrati­ve“ keppni hátíðar­inn­ar.

Á vef hátíðarinnar kemur fram að verðlaunaféð séu 25 þúsund Bandaríkjadalir, 3,4 milljónir króna, en auk þess fengu aðstandendur myndarinnar verðlaunagrip til eignar sem Robert De Niro og Jane Rosenthal afhentu.

Dómnefnin segir að myndin snerti hjarta þeirra sem á horfa og myndin taki á ýmsum málum, svo sem einmannaleika, geðrænum vanda ofl. á sama tíma og hún sé fyndin. Dagur Kári Pétursson fékk jafnframt verðlaun fyrir besta handritið í þessum flokki á hátíðinni.

Gunnar Jónsson var valinn besti leikarinn í flokkinum Narrative Feature Film á hátíðinni og fær hann mikið hrós frá dómnefndinni fyrir leik sinn.

Sjá nánar hér

Fúsi hlaut nýverið Politiken áhorfendaverðlaun CPH:PIX kvikmyndahátíðarinnar í Kaupmannahöfn. Verðlaunin felast í kynningarstyrk fyrir sýningu myndarinnar í dönskum kvikmyndahúsum, auk þess sem hún verður sýnd í danska ríkissjónvarpinu, DR. Valið stóð á milli 11 kvikmynda og reyndist Fúsi þeirra hlutskörpust. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd fær áhorfandaverðlauninn en Hross í oss fékk þau í fyrra.

Dagur Kári hefur áður leikstýrt og skrifað handritið að kvikmyndunum Nói Albínói, Voksne Mennesker og The Good Heart. 

Robert De Niro sá um að afhenda verðlaunin á hátíðinni …
Robert De Niro sá um að afhenda verðlaunin á hátíðinni í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert