Tveir Íslendingar á leið til Nepal

Björgunarmenn að störfum í Nepal.
Björgunarmenn að störfum í Nepal. AFP

Tveir meðlimir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar eru nú á leið til Nepal þar sem þeir munu sinna hjálparstörfum. Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson fara á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Gísli Rafn er starfsmaður samtakanna. Verkefni þeirra verður fyrst og fremst að meta ástand fjarskipta í landinu og hvað þarf til að koma lagi á þau.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fer ekki til Nepal. Í morgun tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar að þær rústabjörgunarsveitir sem væru þegar komnar til Nepal, eða lagðar af stað, væru nægjanlega margar til að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir. Aðrar sveitir hafa því verið beðnar um að fara ekki af stað.

Gísli Rafn Ólafsson að störfum á hamfarasvæðinu í Haítí eftir …
Gísli Rafn Ólafsson að störfum á hamfarasvæðinu í Haítí eftir jarðskjálftana árið 2010.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert