Hafís um 40 mílur frá landi

Hafísröndin er um 40 sjómílur út frá Vestfjörðum.
Hafísröndin er um 40 sjómílur út frá Vestfjörðum.

Hafísinn er kominn inn á Vestfjarðamið norðvestur af landinu og talsvert langt inn í íslensku lögsöguna. Hafísjaðarinn lónaði í gær um 40 sjómílur (74 km) norðvestur af Vestfjörðum.

Meðfylgjandi MODIS gervihnattamynd frá NASA var tekin í gær. Hafísjaðarinn er sýndur með blárri línu. Einnig eru teiknaðar útlínur landsins og mörk efnahagslögsögunnar samkvæmt gögnum frá Landmælingum Íslands.

Hafísgreining fór fram í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ, leggur m.a. stund á hafísrannsóknir og fjarkönnun. Hún sagði að norðaustanáttin, sem er spáð, mundi líklega færa ísinn fjær landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert