Þétta bergið upp úr miðjum maí

Vatnsflaumur úr Vaðlaheiðargöngum.
Vatnsflaumur úr Vaðlaheiðargöngum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir að nú sé verið að vinna að því að setja upp stærri og betri lofttúður í göngunum Eyjafjarðarmegin, sem muni auka loftflæðið í göngunum.

Stefnt sé að því að fara inn í göngin og efnaþétta inn í stafn Eyjafjarðarmegin upp úr miðjum maímánuði.

Göngin upp að hábungunni austan megin eru full af vatni, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku, en vatnsdælur hafa ekki ráðið við þetta magn. Verið er að skoða nokkra möguleika í stöðunni, setja upp mælabúnað og fylgjast náið með rennslinu. M.a. er verið að skoða hvort það svari kostnaði að fá öflugri vatnsdælur inn í göngin Fnjóskárdalsmegin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert