Fegurðardrottning segir sögur

Mynd Maríu, Ferðin heim – smásögur úr Árneshreppi á Ströndum, …
Mynd Maríu, Ferðin heim – smásögur úr Árneshreppi á Ströndum, fjallar meðal annars um álagabletti, huldufólk, æðardún og samgönguvanda ábúenda. Ljósmynd/María Guðmunds

María Guðmundsdóttir, ljósmyndari og fyrrverandi fegurðardrottning og fyrirsæta, valdi afskekktan stað fyrir nýjustu kvikmynd sína.

Kvikmynd hennar Ferðin heim – smásögur úr Árneshreppi á Ströndum var tekin á fjórum árum í Árneshreppi. Myndin verður frumsýnd í kvöld, að því er fram kemur í umfjöllun um myndina í Morgunblaðinu í dag.

María vann myndina ásamt Vigdísi Grímsdóttur, rithöfundi, sem sá um að taka flest viðtölin í myndinni og Önnu Dís Ólafsdóttur sem er handritshöfundur myndarinnar. Anna Dís segir myndina samsetta úr stuttum, aðskildum smásögum. Viðfangsefni hverrar sögu eru margvísleg hugðarefni ábúenda hreppsins en sem dæmi nefnir hún álagabletti, huldufólk, æðardún og samgönguvanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert