Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins

Gylfi Arinbjörnsson, forseti ASÍ, hélt ræðu í Stapa í Reykjanesbæ.
Gylfi Arinbjörnsson, forseti ASÍ, hélt ræðu í Stapa í Reykjanesbæ.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var harðorður í garð atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á 1. maí sem hann flutti í Reykjanesbæ. Sagði hann ríkisstjórnina vera grímulausa í því að létta byrðum af breiðum bökum og flytja á þá sem minna mega sín. Þá sé þolinmæði sambandsins gagnvart atvinnurekendum þrotin og ekki hjálpi þar til þegar viðbrögð einstakra forystumanna stórfyrirtækja séu hroki og fyrirlitning.

Hækka gjöld á tekjulága en lækka á aðra

Í ræðunni rifjaði Gylfi upp að matarskattur hefði verið hækkaður, kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukinn og bótatími atvinnulausra styttur. Á sama tíma hafi eignarskattur á ríkasta fólkið verið aflagður og veiðigjöld á útgerðina stórlega lækkuð.

„Hvernig má það vera, að stjórnvöld ákveða að úthluta 80 milljörðum af sameiginlegum skatttekjum okkar til þeirra sem ekki eru í neinum sérstökum húsnæðisvanda á sama tíma og þau skella skollaeyrum við kröfum okkar um framlög til að tryggja ungu fólki og tekjulágum öruggt húsnæði,“ sagði Gylfi og bætti við: „Það er því ekki nokkur vafi á því að þetta er og hefur verið ríkisstjórn ríka fólksins.“

Er of mikill jöfnuður orðinn vandamál?

Gylfi gagnrýndi Bjarna Benediktsson fyrir orð sín um jöfnuð og sagði hann einkennandi fyrir ágreininginn á vinnumarkaði þegar Bjarni talaði um að jöfnuðu væri orðinn of mikill. „Mig langar að spyrja ykkur í einlægni, og svari nú hver fyrir sig, er of mikill jöfnuður orðinn vandamál á Íslandi?“ sagði Gylfi í ræðu sinni.

Orð ríkisstjórnarinnar um að hún sé ekki bundin af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna var Gylfa einnig ofarlega í huga. Sagði hann að við slíkar aðstæður væri vandséð hvernig launafólk gæti reitt sig á aðkomu stjórnvalda við úrlausn kjaradeilna. Sagði hann þetta skeytingaleysi gagnvart þríhliða viðræðum vera ein meginástæðan fyrir þeim trúnaðarbresti sem ríkti á milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda.

Svik ríkisstjórnar í Evrópumálum

Þá kom Gylfi einnig inn á Evrópumálin og sagði að svik stjórnvalda varðandi kosningu um áframhaldandi viðræður vera dæmi um það að ríkisstjórnin væri að vinna gegn hagsmunum þorra fólks í landinu. Sagði hann áhættu almennings og fyrirtækja á gengisfellingu við afnám hafta ef hér væri í notkun evra. „Það er því ekki boðlegt að ríkisstjórn sem ætlast til þess að launafólk stemmi væntingar sínar til bættra lífskjara af m.v. efnislegar og efnahagslegar forsendur þjóðarbúsins, slái út af borðinu eina raunhæfa kostinum sem gæti lagt grunnin að traustari peningamálstefnu þjóðarinnar, lækkað vexti og matarverð umtalsvert,“ sagði Gylfi.

Gylfi sagðist vera talsmaður þess að verkalýðshreyfingin eigi að beita afli sínu af hógværð og skynsemi og nefndi stefnuna á Norðurlöndunum sem fyrirmynd. Hann sagði slíka stefnu þó hvíla á þeirri meginforsendu að það sé á ábyrgð allra að draga úr launamun og bæta kjör þeirra lægst launuðu.

Hér er vitlaust gefið

Við núverandi aðstæður sagði hann slíkt þó ekki upp á teningnum. „Af hálfu Alþýðusambandsins verður engin sátt um það að almennt launafólk verði eitt látið axla ábyrgð á forsendum gengis og verðstöðugleika á meðan aðrir taki sér launahækkanir svo tugum prósenta skipti,“ sagði Gylfi. Hér á landi hallar verulega á launafólk þegar kemur að skiptingu verðmæta að sögn Gylfa. „fullyrði ég að hér sé vitlaust gefið.“

Langlundargeð gagnvart atvinnurekendum þrotið

Rifjaði hann upp að aðildarfélög ASÍ hafi löngum verið treg til að grípa til verkfallsvopnsins vegna mikils samfélagskostnaðar og þeirrar ábyrgðar sem því fylgir. „Það er langt síðan við höfum beitt þessu vopni okkar en ég lít hins vegar þannig á að það sé búið að stilla almennu launafólki upp við vegg og við eigum engra annarra kosta völ en að grípa til verkfallsvopnsins. Ekki einungis hafa stjórnvöld misboðið okkur með framgöngu sinni heldur er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið og ekki bætir úr skák þegar einu viðbrögð einstakra forystumanna stórfyrirtækja eru hroki og fyrirlitning,“ sagði Gylfi.

Frá fundinum í Reykjanesbæ.
Frá fundinum í Reykjanesbæ.
mbl.is

Innlent »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...