Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins

Gylfi Arinbjörnsson, forseti ASÍ, hélt ræðu í Stapa í Reykjanesbæ.
Gylfi Arinbjörnsson, forseti ASÍ, hélt ræðu í Stapa í Reykjanesbæ.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var harðorður í garð atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á 1. maí sem hann flutti í Reykjanesbæ. Sagði hann ríkisstjórnina vera grímulausa í því að létta byrðum af breiðum bökum og flytja á þá sem minna mega sín. Þá sé þolinmæði sambandsins gagnvart atvinnurekendum þrotin og ekki hjálpi þar til þegar viðbrögð einstakra forystumanna stórfyrirtækja séu hroki og fyrirlitning.

Hækka gjöld á tekjulága en lækka á aðra

Í ræðunni rifjaði Gylfi upp að matarskattur hefði verið hækkaður, kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukinn og bótatími atvinnulausra styttur. Á sama tíma hafi eignarskattur á ríkasta fólkið verið aflagður og veiðigjöld á útgerðina stórlega lækkuð.

„Hvernig má það vera, að stjórnvöld ákveða að úthluta 80 milljörðum af sameiginlegum skatttekjum okkar til þeirra sem ekki eru í neinum sérstökum húsnæðisvanda á sama tíma og þau skella skollaeyrum við kröfum okkar um framlög til að tryggja ungu fólki og tekjulágum öruggt húsnæði,“ sagði Gylfi og bætti við: „Það er því ekki nokkur vafi á því að þetta er og hefur verið ríkisstjórn ríka fólksins.“

Er of mikill jöfnuður orðinn vandamál?

Gylfi gagnrýndi Bjarna Benediktsson fyrir orð sín um jöfnuð og sagði hann einkennandi fyrir ágreininginn á vinnumarkaði þegar Bjarni talaði um að jöfnuðu væri orðinn of mikill. „Mig langar að spyrja ykkur í einlægni, og svari nú hver fyrir sig, er of mikill jöfnuður orðinn vandamál á Íslandi?“ sagði Gylfi í ræðu sinni.

Orð ríkisstjórnarinnar um að hún sé ekki bundin af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna var Gylfa einnig ofarlega í huga. Sagði hann að við slíkar aðstæður væri vandséð hvernig launafólk gæti reitt sig á aðkomu stjórnvalda við úrlausn kjaradeilna. Sagði hann þetta skeytingaleysi gagnvart þríhliða viðræðum vera ein meginástæðan fyrir þeim trúnaðarbresti sem ríkti á milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda.

Svik ríkisstjórnar í Evrópumálum

Þá kom Gylfi einnig inn á Evrópumálin og sagði að svik stjórnvalda varðandi kosningu um áframhaldandi viðræður vera dæmi um það að ríkisstjórnin væri að vinna gegn hagsmunum þorra fólks í landinu. Sagði hann áhættu almennings og fyrirtækja á gengisfellingu við afnám hafta ef hér væri í notkun evra. „Það er því ekki boðlegt að ríkisstjórn sem ætlast til þess að launafólk stemmi væntingar sínar til bættra lífskjara af m.v. efnislegar og efnahagslegar forsendur þjóðarbúsins, slái út af borðinu eina raunhæfa kostinum sem gæti lagt grunnin að traustari peningamálstefnu þjóðarinnar, lækkað vexti og matarverð umtalsvert,“ sagði Gylfi.

Gylfi sagðist vera talsmaður þess að verkalýðshreyfingin eigi að beita afli sínu af hógværð og skynsemi og nefndi stefnuna á Norðurlöndunum sem fyrirmynd. Hann sagði slíka stefnu þó hvíla á þeirri meginforsendu að það sé á ábyrgð allra að draga úr launamun og bæta kjör þeirra lægst launuðu.

Hér er vitlaust gefið

Við núverandi aðstæður sagði hann slíkt þó ekki upp á teningnum. „Af hálfu Alþýðusambandsins verður engin sátt um það að almennt launafólk verði eitt látið axla ábyrgð á forsendum gengis og verðstöðugleika á meðan aðrir taki sér launahækkanir svo tugum prósenta skipti,“ sagði Gylfi. Hér á landi hallar verulega á launafólk þegar kemur að skiptingu verðmæta að sögn Gylfa. „fullyrði ég að hér sé vitlaust gefið.“

Langlundargeð gagnvart atvinnurekendum þrotið

Rifjaði hann upp að aðildarfélög ASÍ hafi löngum verið treg til að grípa til verkfallsvopnsins vegna mikils samfélagskostnaðar og þeirrar ábyrgðar sem því fylgir. „Það er langt síðan við höfum beitt þessu vopni okkar en ég lít hins vegar þannig á að það sé búið að stilla almennu launafólki upp við vegg og við eigum engra annarra kosta völ en að grípa til verkfallsvopnsins. Ekki einungis hafa stjórnvöld misboðið okkur með framgöngu sinni heldur er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið og ekki bætir úr skák þegar einu viðbrögð einstakra forystumanna stórfyrirtækja eru hroki og fyrirlitning,“ sagði Gylfi.

Frá fundinum í Reykjanesbæ.
Frá fundinum í Reykjanesbæ.
mbl.is

Innlent »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...