Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins

Gylfi Arinbjörnsson, forseti ASÍ, hélt ræðu í Stapa í Reykjanesbæ.
Gylfi Arinbjörnsson, forseti ASÍ, hélt ræðu í Stapa í Reykjanesbæ.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var harðorður í garð atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á 1. maí sem hann flutti í Reykjanesbæ. Sagði hann ríkisstjórnina vera grímulausa í því að létta byrðum af breiðum bökum og flytja á þá sem minna mega sín. Þá sé þolinmæði sambandsins gagnvart atvinnurekendum þrotin og ekki hjálpi þar til þegar viðbrögð einstakra forystumanna stórfyrirtækja séu hroki og fyrirlitning.

Hækka gjöld á tekjulága en lækka á aðra

Í ræðunni rifjaði Gylfi upp að matarskattur hefði verið hækkaður, kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukinn og bótatími atvinnulausra styttur. Á sama tíma hafi eignarskattur á ríkasta fólkið verið aflagður og veiðigjöld á útgerðina stórlega lækkuð.

„Hvernig má það vera, að stjórnvöld ákveða að úthluta 80 milljörðum af sameiginlegum skatttekjum okkar til þeirra sem ekki eru í neinum sérstökum húsnæðisvanda á sama tíma og þau skella skollaeyrum við kröfum okkar um framlög til að tryggja ungu fólki og tekjulágum öruggt húsnæði,“ sagði Gylfi og bætti við: „Það er því ekki nokkur vafi á því að þetta er og hefur verið ríkisstjórn ríka fólksins.“

Er of mikill jöfnuður orðinn vandamál?

Gylfi gagnrýndi Bjarna Benediktsson fyrir orð sín um jöfnuð og sagði hann einkennandi fyrir ágreininginn á vinnumarkaði þegar Bjarni talaði um að jöfnuðu væri orðinn of mikill. „Mig langar að spyrja ykkur í einlægni, og svari nú hver fyrir sig, er of mikill jöfnuður orðinn vandamál á Íslandi?“ sagði Gylfi í ræðu sinni.

Orð ríkisstjórnarinnar um að hún sé ekki bundin af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna var Gylfa einnig ofarlega í huga. Sagði hann að við slíkar aðstæður væri vandséð hvernig launafólk gæti reitt sig á aðkomu stjórnvalda við úrlausn kjaradeilna. Sagði hann þetta skeytingaleysi gagnvart þríhliða viðræðum vera ein meginástæðan fyrir þeim trúnaðarbresti sem ríkti á milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda.

Svik ríkisstjórnar í Evrópumálum

Þá kom Gylfi einnig inn á Evrópumálin og sagði að svik stjórnvalda varðandi kosningu um áframhaldandi viðræður vera dæmi um það að ríkisstjórnin væri að vinna gegn hagsmunum þorra fólks í landinu. Sagði hann áhættu almennings og fyrirtækja á gengisfellingu við afnám hafta ef hér væri í notkun evra. „Það er því ekki boðlegt að ríkisstjórn sem ætlast til þess að launafólk stemmi væntingar sínar til bættra lífskjara af m.v. efnislegar og efnahagslegar forsendur þjóðarbúsins, slái út af borðinu eina raunhæfa kostinum sem gæti lagt grunnin að traustari peningamálstefnu þjóðarinnar, lækkað vexti og matarverð umtalsvert,“ sagði Gylfi.

Gylfi sagðist vera talsmaður þess að verkalýðshreyfingin eigi að beita afli sínu af hógværð og skynsemi og nefndi stefnuna á Norðurlöndunum sem fyrirmynd. Hann sagði slíka stefnu þó hvíla á þeirri meginforsendu að það sé á ábyrgð allra að draga úr launamun og bæta kjör þeirra lægst launuðu.

Hér er vitlaust gefið

Við núverandi aðstæður sagði hann slíkt þó ekki upp á teningnum. „Af hálfu Alþýðusambandsins verður engin sátt um það að almennt launafólk verði eitt látið axla ábyrgð á forsendum gengis og verðstöðugleika á meðan aðrir taki sér launahækkanir svo tugum prósenta skipti,“ sagði Gylfi. Hér á landi hallar verulega á launafólk þegar kemur að skiptingu verðmæta að sögn Gylfa. „fullyrði ég að hér sé vitlaust gefið.“

Langlundargeð gagnvart atvinnurekendum þrotið

Rifjaði hann upp að aðildarfélög ASÍ hafi löngum verið treg til að grípa til verkfallsvopnsins vegna mikils samfélagskostnaðar og þeirrar ábyrgðar sem því fylgir. „Það er langt síðan við höfum beitt þessu vopni okkar en ég lít hins vegar þannig á að það sé búið að stilla almennu launafólki upp við vegg og við eigum engra annarra kosta völ en að grípa til verkfallsvopnsins. Ekki einungis hafa stjórnvöld misboðið okkur með framgöngu sinni heldur er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið og ekki bætir úr skák þegar einu viðbrögð einstakra forystumanna stórfyrirtækja eru hroki og fyrirlitning,“ sagði Gylfi.

Frá fundinum í Reykjanesbæ.
Frá fundinum í Reykjanesbæ.
mbl.is

Innlent »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »

Lokanir svo klára megi malbikun

Í gær, 22:27 Þar sem ekki tókst af óviðráðanlegum ástæðum að klára malbikun á Hellisheiði sem ljúka átti í gær er stefnt að því að ljúka verkinu í kvöld og nótt. Meira »

Katalóninn sem kom inn úr hitanum

Í gær, 22:14 Jordi Pujolà starfaði árum saman sem fasteignasali í heimaborg sinni Barcelona þegar hann fann hjá sér þörf fyrir að breyta til og helga sig ritstörfum. Frá því hann fluttist til Íslands fyrir fjórum árum ásamt fjölskyldu sinni hefur hann skrifað tvær skáldsögur á spænsku þar sem Ísland er í brennidepli og notar hvert tækifæri til að kynna landið fyrir löndum sínum, m.a. heldur hann úti bloggi til gagns og gamans fyrir spænskumælandi túrista á Íslandi. Meira »

Mögulegt að skanna genamengi fósturs

Í gær, 22:02 Hægt verður í náinni framtíð að skima fyrir ýmsum gengöllum í fóstrum og í raun skanna allt genamengi ófædds barns með einu blóðsýni úr verðandi móður þess. Þessi tækni er í raun til staðar nú þegar og er notuð í löndunum í kringum okkur, meðal annars til að skima fyrir Downs-heilkenni. Meira »

Krónprinsinn fékk fyrirlestur hjá Völku

Í gær, 21:54 „Fyrir okkur sem erum tiltölulega ný þjóð í fiskeldi þá er mikilvægt að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í þessum geira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sem var á fiskeldisráðstefnu í Noregi þegar blaðamaður náði af henni tali. Meira »

Óvenjulegir viðburðir Menningarnætur

Í gær, 21:14 Á Menningarnótt verða yfir 300 viðburðir í boði og sumir þeirra eru óvenjulegri en aðrir. Svo virðist sem að nóg sé í boði fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir og á viðburðasíðu Menningarnætur má finna ýmsa falda gersema. Til að mynda er boðið uppá sýningu ljótra gjafa, sögu skópara og „annars konar flugeldasýningu“. Meira »

Meira sig en gert var ráð fyrir

Í gær, 21:28 „Við erum þarna að lenda í ófyrirséðum hlutum sem við áttum ekki von á. Það er meira sig í lóðinni en við áttum von á sem gerir það að verkum að við höfum ekki getað farið með skóflur í hana í sumar. En áformin eru að öðru leyti óbreytt. Þetta hliðrast bara til í tíma. Meira »

Lífæðin í ljósmyndabók

Í gær, 21:00 „Höfn í Hornafirði er byggðarlag sem á mikið undir því að sjávarútvegurinn gangi vel. Greinin er að því leytinu til lífæð samfélagsins og af því sprettur nafn bókarinnar,“ segir Hjalti Þór Vignisson hjá Skinney-Þinganesi hf. Meira »

Hissa á viðbrögðum Landspítala

Í gær, 20:50 Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur og formaður félags áhugafólks um Downs-heilkenni ræddi við Magasínið á K100 um mikilvægi umræðu um skimun eftir Downs-heilkenni þar sem hún gagnrýndi meðal annars viðbrögð Landspítala. Meira »

Afli strandveiðanna aldrei meiri

Í gær, 20:15 „Aflinn hefur aldrei verið meiri. Hann er núna 9.244 tonn og þar af er þorskur kominn í 8.800 tonn, sem er líka met, en þorskaflinn í fyrra endaði í 8.555 tonnum. Ég reikna með að hann fari alveg yfir 9.000 tonn núna.“ Meira »

Erum að festa hraðakstur í sessi

Í gær, 20:04 „Mér finnst þetta rosalega ljótt til að byrja með,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Pawel er ekki hrifinn af vegg sem rís nú milli Miklubrautar og Klambratúns en framkvæmdir hafa staðið yfir á Miklubraut í sumar. Meira »

Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Í gær, 19:50 Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þrír stórtónleikar. Tónlistar- og menningarhátíðin verður haldin í 22. skipti næstu Helgi í Reykjavík, þann 19. ágúst. Borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar. Meira »

Sex fá 100 þúsund krónur

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur upp á tæpa tvo milljarða króna gekk ekki út í Víkinga-lottói kvöldsins og sama á við um annan vinning upp á tæpar eitt hundrað milljónir króna og þriðja vinning upp á rúmar 3,6 milljónir. Jókervinningurinn upp á tvær milljónir fór ekki heldur neitt. Meira »

Halldór gefur ekki kost á sér

Í gær, 18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Enn í tjaldinu tveimur vikum síðar

Í gær, 19:33 Konan sem ákvað í byrjun ágúst að gista í tjaldi í Laugardalnum með syni sínum vegna húsnæðisskorts er enn í sama tjaldi, tveimur vikum síðar. Reykjavíkurborg hefur enn ekki tekist að leysa úr vanda hennar en það gæti þó gerst í lok þessarar viku. Meira »

Sjónvarpslaus júlí heyrir sögunni til

Í gær, 19:00 Nýlokinn júlímánuður var sá næststærsti í sögu Sjónvarps Símans frá upphafi og fjölgaði áskrifendum um helming frá sama mánuði í fyrra, auk þess sem áhorf jókst um 85%. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

Í gær, 18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Bækur til sölu
Eylenda 1-2, Úlfljótur ‘47-’70. ib, Grettissaga 1946, Sagnahver Bj. Bj., Viðfi...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...