Hálftíma strætóferð í lágvöruverðsverslun

Seltjarnarnes og Í nýjasta tölublaði Reykjavík - Vikublað er greint …
Seltjarnarnes og Í nýjasta tölublaði Reykjavík - Vikublað er greint frá því að fyrirtæki séu að hverfa af Seltjarnarnesinu og að allt að hálftíma strætóferðalag sé í næstu lágvöruverðsverslun. Ómar Óskarsson

Í nýjasta tölublaði Reykjavík - Vikublað er greint frá því að fyrirtæki séu að hverfa af Seltjarnarnesinu og að allt að hálftíma strætóferðalag sé í næstu lágvöruverðsverslun.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, lýsir í samtali við Reykjavík - Vikublað áhyggjum af minnkandi þjónustu á Nesinu. Hann bendir á í bókun á fundi bæjarstjórnar í vikunni að undanfarin ár hafi mörg fyrirtæki og verslanir fært sig úr sveitarfélaginu.

Hann nefnir Bónus, Landsbankann, Hlöllabáta, Wilsons, Nesdekk, 10-11 og fleira. „Það nýjasta er Íslandsbanki sem flytur út á Granda núna á vormánuðum en Grandinn hefur hægt og rólega verið að þróast út í helsta þjónustusvæði Seltjarnarness,“ segir Guðmundur.

Hann segir að líklega taki það íbúa á Seltjarnarnesi um eða yfir hálftíma að taka strætó í lágvöruverðsverslun eða bankann og miðar þar við leiðartöflu Strætó bs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert