Ágætis veiði á kolmunnamiðunum við Færeyjar

Trollið er gjarnan híft úr sjó tvisvar á sólarhring.
Trollið er gjarnan híft úr sjó tvisvar á sólarhring. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Ágæt veiði hefur verið á kolmunnamiðunum sunnan við Færeyjar undanfarna daga. „Þetta hefur verið í góðu lagi,“ sagði Steinþór Hálfdanarson, skipstjóri á Birtingi NK, í gær.

Skipið var þá búið að vera tvo daga á miðunum og sagði Steinþór að ef veiðin héldist svipuð myndi skipið verða komið með fullfermi í nótt eða nú með morgninum.

Loðnuskipin draga trollið dag og nótt og hífa gjarnan tvisvar á sólarhring. Tólf íslensk skip mega vera á veiðum í færeysku lögsögunni á hverjum tíma. Þegar veiðin er góð eins og verið hefur skapar það ekki vandamál því þá eru mörg skip að landa eða sigla til eða frá löndunarstað á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert