Fái hlutdeild í því sem ferðamenn skilja eftir

Um 40 þúsund ferðamenn sóttu Byggðasafnið í Glaumbæ og kirkjuna …
Um 40 þúsund ferðamenn sóttu Byggðasafnið í Glaumbæ og kirkjuna heim á síðasta ári. mbl.is/Ómar

Glaumbæjarsókn hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið Skagafjörð um að gerður verði samningur við kirkjuna þess efnis að hún fái hlutdeild í þeim fjármunum sem ferðamenn skilja eftir í Glaumbæ.

Á síðasta ári komu um 40 þúsund ferðamenn að skoða byggðasafnið, sem rekið er af sveitarfélaginu, kirkjuna og kirkjugarðinn í kring. Á síðasta fundi byggðaráðs var sveitarstjóra falið að finna fundartíma með sóknarpresti og sóknarnefnd Glaumbæjarkirkju.

Séra Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, sem jafnframt var formaður byggðasafnsnefndar í 15 ár, segir að hér sé um réttlætismál að ræða fyrir kirkjuna og mikilvægt fyrir báða aðila að koma á samningi áður en ráðist verður í fyrirhugaðar endurbætur á safninu og kirkjunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert