Fjórir bátar í vandræðum í gær

Unnsteinn Guðmundsson á Höfn og Elvar Örn sonur hans í …
Unnsteinn Guðmundsson á Höfn og Elvar Örn sonur hans í þann veginn að leggja í landstímið með fullan bát af boldungs þorski.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands biluðu tveir bátar er þeir voru við strandveiðar í gær.

Þá þurfti að senda björgunarskip og þyrlu til að hafa afskipti af tveimur bátum sem sinntu ekki tilkynningarskyldu.

Skipverjum á bátunum tveimur sem biluðu tókst að koma sér í land af eigin rammleik, á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Þegar loks tókst að ná sambandi við bátana tvo sem ekki höfðu sinnt tilkynningarskyldu kom í ljós að allt var með felldu. Þeir voru einnig að veiðum fyrir vestan land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert