Hreiðar bjóst við fangelsisvist

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hagsmunir Hreiðars Más Sigurðssonar og Bjarka Diego virðast ekki fara saman í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og segir Bjarki að til að segja rétt frá þurfi hann að benda á fv. forstjóra bankans, Hreiðar Má Sigurðsson. Þetta var meðal þess sem kom fram í símtali sem spilað var við yfirheyrslur í dag, en í símtalinu ræðir Bjarki við Jónas Björn Sigurgeirsson, fv. framkvæmdastjóra samskiptasviðs bankans.

Símtalið átti sér stað í apríl 2010, rétt eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Ræddu þeir Jónas um rannsókn sérstaks saksóknara og málið vítt og breitt. Meðal þess sem Jónas sagði var að Hreiðar myndi enda í fangelsi og að hann væri farinn að undirbúa sig fyrir það. „Þetta endar með að Hreiðar fer í jailið,“ sagði Jónas og bætti við: „hann býr sig alveg undir það.“

Bjarki sat meðal annars í lánanefnd samstæðu Kaupþings banka, en var ekki í lánanefnd stjórnar, sem var hæst setta lánanefnd bankans. Þakkar hann fyrir í samtalinu að hafa ekki setið þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert