Hvalreki í Vogum

Hvalurinn er um 6-7 metrar að lengd.
Hvalurinn er um 6-7 metrar að lengd.

Hvalur liggur dauður í fjörunni við Hvammsgötu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann hefur líklegast drepist og svo rekið upp í fjöruna, að sögn bæjarstjóra Voga, Ásgeirs Eiríkssonar.

„Kunnugir telja að hér sé um unga hrefnu að ræða, um 6 – 7 metrar á lengd,“ segir Ásgeir.

Hvalurinn liggur dauður í fjörunni í Vogum.
Hvalurinn liggur dauður í fjörunni í Vogum. Ljósmynd/Ásgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert