Yfir 100 sólarstundir síðustu daga

Í góðviðrinu áir fólk fremur utandyra.
Í góðviðrinu áir fólk fremur utandyra.

„Sólarstundir í apríl voru nálægt meðallagi. Hinn 29. apríl mældist mikið sólskin en aðra daga minna. Síðustu daga hafa verið vel yfir 100 sólarstundir,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Sólarstundir hafa verið 58 í Reykjavík fyrstu fjóra daga maímánaðar sem Trausti segir að dugi til bronsverðlauna frá upphafi mælinga fyrir fjóra fyrstu daga maí. Fjórði maí sló þannig met fyrir sólarstundir á þeim degi.

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar má búast við að veðrið verði nánast eins fram að helgi. Sól en kalt á Suður- og Vesturlandi en smáél fyrir norðan og austan. Þar er spáð að hiti fari varla yfir frostmark að degi til með næturfrosti en næturfrost verður víða um land fram yfir helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert