Verjendur ræddu við vitnin

Steingrímur Kárason, fv. framkvæmdastjóri áhættustýringar, hitti verjendur á fundi áður …
Steingrímur Kárason, fv. framkvæmdastjóri áhættustýringar, hitti verjendur á fundi áður en hann bar vitni. Styrmir Kári

Verjandi Heiðars Más Sigurðssonar ræddi við Helga Sigurðsson, fv. yfirlögfræðing Kaupþings og áður en hann bar vitni fyrir héraðsdómi. Þá hitti Steingrímur Kárason, fv. framkvæmdastjóri áhættustýringar nokkra verjendur í málinu á fundi og fékk gögn hjá þeim og ræddi um málið. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir Steingrími og Helga í dag og gær.

Þegar búið var að yfirheyra Steingrím í gær í langan tíma, bæði af saksóknara og verjendum, bað saksóknari um lokaspurningu og spurði vitnið hvort hann hafi hit fjölda verjenda á fundi daginn áður. Staðfesti Steingrímur að svo hafi verið. Spurði þá verjandi Hreiðars hvort að reynt hafi verið að hafa áhrif á hann eða hann beittur þrýstingi sagði Steingrímur að svo hefði ekki verið.

Í dag var svo Helgi yfirheyrður og spurði saksóknari hann sömu spurningar. Sagði Helgi að hann hefði hit verjenda Hreiðars og þá væri hann að vinna á sömu lögfræðistofu og verjandi Einars Pálma Sigmundsson, sem einnig er ákærður í málinu. Sagðist hann ekki telja slíkt óeðlilegt þar sem tilgangurinn hafi verið að leitast við að fá upplýsingar um málið til að geta greint betur frá. Sagði hann að jafnvel væri æskilegt almennt að lögmenn ræddu við vitni til að koma í veg fyrir langar vitnaleiðslur í  dómsal.

Að lokum spurði verjandi Sigurðar Einarssonar, fv. stjórnarformanns bankans, hvort að ekki væri rétt að Helgi hafi verið sakborningur í málinu á ákveðnu tímabili. Staðfesti hann að svo væri. Spurði þá verjandinn hvort að Brynjar Níelsson, sem var verjandi Helga, hafi ekki óskað eftir öllum gögnum málsins og svarði Helgi því til að hann hefði þannig fengið öll gögn málsins. Sagði verjandi Sigurðar því ljóst að ekki væri verið að brjóta neinn trúnað með fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert