„Kepptust við að semja út og suður“

Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands.
Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands. Guðrún Vala Elísdóttir

„Það þarf að fresta verkfalli með þriggja sólarhringa fyrirvara. Ef það átti að taka ákvörðun um slíkt þá þurfti að gera það í dag,“ segir Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands en fyrr í morgun tilkynnti félagið með bréfi til SA og ríkissáttasemjara að boðuðum verkfallsaðgerðum 19. og 20. maí yrði frestað. Þar kom einnig fram að samningsumboð Starfsgreinasambandsins hefði verið dregið til baka.

Aðspurð hvað hafi orðið til þess að Stéttarfélag Vesturlands vildi ekki semja áfram með SGS segir hún samstarfið ekki hafa nægilega sterkt til þess að verkfallið biti.

Nefnir hún til að mynda að samstarfsfélögin hafi verið á undanhaldi frá fyrsta degi, eða frá því að byrjað var að telja atkvæði um verkfallsaðgerðir og segir hún félögin „hafa keppst við að semja út og suður“.

„Við höfum mótmælt þessum aðferðum alveg frá upphafi en það hefur ekki hlotið mikinn hljómgrunn innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins,“ segir Signý og bætir við að þetta snúist að hennar mati um grundvallarsjónarmið á því hvernig unnið sé í kjaraviðræðum.

„Samstarfið hefur að okkar mati ekki verið að bíta. Við teljum að hópur landsbyggðafélaganna sé ekki nægilega sterkur til að verkföllin bíti,“ segir hún en rúmlega 350 félagsmenn eru í Stéttarfélagi Vesturlands; 110 verslunarmenn, 146 sem heyra undir þjónustusamninga og 205 í almenna samningnum.

Allsherjarverkfall 2. og 3. júní og ótímabundið frá 6. júní

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls hjá þeim hópum sem heyra undir þjónustu- og almenna samninga dagana 2. og 3. júní næstkomandi, segir Signý en verslunarmenn hjá stéttarfélaginu greiða um þessar mundir atkvæði um verkfall á sama tíma. Þá hefur verið boðað til ótímabundins verkfalls frá 6. júní.

„Við teljum að þetta falli betur saman á okkar svæði. Það er verið að kjósa um verkföll eftir ákveðnum starfsgreinum. Þar á meðal er lokun á matvöruversluninni 2. og 3. júní. Þegar við bárum þetta saman töldum við þetta vera það sem hentaði okkur best.“

Aðspurð hvort Stéttarfélag Vesturlands ætli í samstarf með öðrum stéttarfélögum segir Signý svo vera. „Við munum að öllum líkindum taka upp samstarf við Flóann og Landssamband verslunarmanna sem hafa verið með ákveðið samstarf. Við höfum verið boðin velkomin í þann hóp,“ segir hún.

Hvort kröfurnar breytist með flutningnum þangað yfir segir hún svo einnig vera. „Auðvitað er það þannig þegar þú ert í samstarfi með hópi að meirihlutinn ræður því hvernig kröfurnar líta út. Við höfum lagt áherslu á launahækkun þeirra sem hafa haft lökustu launin. Við erum tilbúin að taka árs samning og við höfum talað gegn því að leggja áherslu á að teygja launatöfluna. Í mínum huga þýðir það ekki að hækka laun þeirra tekjulægri,“ segir hún.

„Kröfur Flóans og verslunarmanna hafa hugnast sínum félagsmönnum betur en kröfur Starfsgreinasambandsins,“ segir hún og mun það skýrast á næstu dögum hvort af samstarfinu verður.

Komi til verkfalls Stéttarfélags Vesturlands mun það hafa mikil áhrif ...
Komi til verkfalls Stéttarfélags Vesturlands mun það hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja í Borgarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Innlent »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...