„Kepptust við að semja út og suður“

Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands.
Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands. Guðrún Vala Elísdóttir

„Það þarf að fresta verkfalli með þriggja sólarhringa fyrirvara. Ef það átti að taka ákvörðun um slíkt þá þurfti að gera það í dag,“ segir Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands en fyrr í morgun tilkynnti félagið með bréfi til SA og ríkissáttasemjara að boðuðum verkfallsaðgerðum 19. og 20. maí yrði frestað. Þar kom einnig fram að samningsumboð Starfsgreinasambandsins hefði verið dregið til baka.

Aðspurð hvað hafi orðið til þess að Stéttarfélag Vesturlands vildi ekki semja áfram með SGS segir hún samstarfið ekki hafa nægilega sterkt til þess að verkfallið biti.

Nefnir hún til að mynda að samstarfsfélögin hafi verið á undanhaldi frá fyrsta degi, eða frá því að byrjað var að telja atkvæði um verkfallsaðgerðir og segir hún félögin „hafa keppst við að semja út og suður“.

„Við höfum mótmælt þessum aðferðum alveg frá upphafi en það hefur ekki hlotið mikinn hljómgrunn innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins,“ segir Signý og bætir við að þetta snúist að hennar mati um grundvallarsjónarmið á því hvernig unnið sé í kjaraviðræðum.

„Samstarfið hefur að okkar mati ekki verið að bíta. Við teljum að hópur landsbyggðafélaganna sé ekki nægilega sterkur til að verkföllin bíti,“ segir hún en rúmlega 350 félagsmenn eru í Stéttarfélagi Vesturlands; 110 verslunarmenn, 146 sem heyra undir þjónustusamninga og 205 í almenna samningnum.

Allsherjarverkfall 2. og 3. júní og ótímabundið frá 6. júní

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls hjá þeim hópum sem heyra undir þjónustu- og almenna samninga dagana 2. og 3. júní næstkomandi, segir Signý en verslunarmenn hjá stéttarfélaginu greiða um þessar mundir atkvæði um verkfall á sama tíma. Þá hefur verið boðað til ótímabundins verkfalls frá 6. júní.

„Við teljum að þetta falli betur saman á okkar svæði. Það er verið að kjósa um verkföll eftir ákveðnum starfsgreinum. Þar á meðal er lokun á matvöruversluninni 2. og 3. júní. Þegar við bárum þetta saman töldum við þetta vera það sem hentaði okkur best.“

Aðspurð hvort Stéttarfélag Vesturlands ætli í samstarf með öðrum stéttarfélögum segir Signý svo vera. „Við munum að öllum líkindum taka upp samstarf við Flóann og Landssamband verslunarmanna sem hafa verið með ákveðið samstarf. Við höfum verið boðin velkomin í þann hóp,“ segir hún.

Hvort kröfurnar breytist með flutningnum þangað yfir segir hún svo einnig vera. „Auðvitað er það þannig þegar þú ert í samstarfi með hópi að meirihlutinn ræður því hvernig kröfurnar líta út. Við höfum lagt áherslu á launahækkun þeirra sem hafa haft lökustu launin. Við erum tilbúin að taka árs samning og við höfum talað gegn því að leggja áherslu á að teygja launatöfluna. Í mínum huga þýðir það ekki að hækka laun þeirra tekjulægri,“ segir hún.

„Kröfur Flóans og verslunarmanna hafa hugnast sínum félagsmönnum betur en kröfur Starfsgreinasambandsins,“ segir hún og mun það skýrast á næstu dögum hvort af samstarfinu verður.

Komi til verkfalls Stéttarfélags Vesturlands mun það hafa mikil áhrif ...
Komi til verkfalls Stéttarfélags Vesturlands mun það hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja í Borgarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Innlent »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Í gær, 22:12 Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048.  Meira »

Íslendingur listrænn stjórnandi Dunkirk

Í gær, 21:28 Á miðvikudaginn var frumsýnd á Íslandi stórmyndin Dunkirk eftir einn virtasta kvikmyndaleikstjóra samtímans, Christopher Nolan. Myndin sem fjallar um flótta Breta frá samnefndri borg í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefur hlotið framúrskarandi dóma. Meira »

Biður fólk að mæta á mótið

Í gær, 21:15 „Ég veit það ekki alveg, þetta var eiginlega meiri tilviljun en ígrunduð ákvörðun,“ segir Guðmundur Einarsson, kylfingur og rútubílstjóri Isavia, spurður um styrktargreiðslur sínar til samtakanna Einstakra barna. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

Í gær, 20:34 Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

Í gær, 19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

Í gær, 19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

Í gær, 19:05 Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

Í gær, 18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

Í gær, 18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

Í gær, 17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

Í gær, 17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

Í gær, 16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

Í gær, 15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Í gær, 16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

Í gær, 16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

Í gær, 15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...