Eins og vel þjálfaðir hermenn

Flugfreyjur Sunna Dögg, Stella Andrea og Kristín Eva í Katar.
Flugfreyjur Sunna Dögg, Stella Andrea og Kristín Eva í Katar. mbl.is/Golli

Undanfarin ár hefur þótt eftirsóknarvert meðal ungra íslenskra kvenna að starfa sem flugfreyja hjá stórum flugfélögum í Mið-Austurlöndum, enda bjóði það einnig upp á þann möguleika að ferðast um heiminn samhliða starfinu.

Þær Kristín Eva, Stella Andrea og Sunna Dögg tóku hvatvísa ákvörðun fyrir um ári þegar þær komust að hjá Qatar Airways og fluttust búferlum austur á bóginn. Það er ekki sjálfgefið að komast að hjá slíku flugfélagi, umsækjendur eru gríðarlega margir, hvaðanæva úr heiminum og gerðar eru miklar kröfur. Vinkonurnar þrjár segja ekkert annað flugfélag hafa svo stífar reglur og þjálfun og vinnuumhverfið er oft erfitt.

„Ef þú endist í vinnu hér í tvo mánuði þá ertu eins og vel þjálfaður hermaður. Það að við séum hérna ennþá er í raun ótrúlegt. Það hefði enginn trúað því í byrjun að við myndum endast svona lengi,“ segir Kristín Eva. Reglur í Katar eru auk þess yfirhöfuð mjög stífar á vestrænan mælikvarða. Ævintýrin vega þó á móti. Stöllurnar lýsa lífinu í Katar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert