Hræðsluáróður og hótanir

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins Karl E. Pálsson

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, lítur á könnun sem Samtök atvinnulífsins lét framkvæma, sem hræðsluáróður og hótanir. SGS láti ekki ógna sér að skrifa undir lága samninga. „Þetta herðir frekar í okkur ef SA setur þetta fram með þessum hætti,“ segir Björn í blíðunni fyrir norðan.

Samtök Atvinnulífsins segja að afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir fyrirtæki og heimili landsins ef kröfur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) um 50-70% almennar launahækkanir næstu þrjú árin nái fram að ganga. Þetta þýddi uppsagnir í öðru hverju fyrirtæki. 

„Ég lýt á þetta sem hræðsluáróður. Þetta eru ákveðnar hótanir. Ef þeir halda að þeir geti, með þessari tilkynningu sinni, hrætt okkur til að skrifa undir lága samninga þá er það mikill misskilningur.“ 

„Það er greinilegt að þeir hafa miklar áhyggjur af okkur en ef 33 þúsund krónur á ári drepur fyrirtækin þá eru þau ekki stöndug,“ segir Björn og stingur uppá nýrri könnun fyrir SA. „Innan þeirra fyrirtækja sem ég hef talað við og heyrt í þá heyrist samningsvilji. Menn vilja fara að semja, þannig ég ráðlegg SA að gera könnun á því hvort menn hefðu ekki áhuga á því að þeir færu að semja. Það er kannski efni í næstu könnun, að kanna hug þeirra félagsmanna um það.“

Hann segir að könnuninn efli SGS frekar en hitt. „Þetta eflir okkur í því sem við erum að gera. Þarna finnst mér SA fara algjörlega framúr sér í hræðsluáróðri.“

Næsti fundur er boðaður á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert