Hulunni svipt af bláklæddu konunni

Einstakt þykir að húðtægjur af kjálka konunnar hafi varðveist í …
Einstakt þykir að húðtægjur af kjálka konunnar hafi varðveist í 1.100 ár.

Hún flutti til Íslands þegar hún var fimm eða tíu ára gömul, líklega frá Skotlandi eða norðarlega af Bretlandseyjum. Ævin var ekki löng. Hún lést rúmlega tvítug að aldri en dánarorsökin liggur ekki fyrir.

Með sér í gröfina tók hún m.a. tvær forláta brjóstnælur úr kopar en fyrir tilviljun færðist önnur þeirra að kinn hennar sem olli því að kjálkabein og vangi varðveittust í rúm 1100 ár. Fyrir vikið höfum við sem lifum á 21. öldinni fengið ómetanlega innsýn í líf þessarar víkingaaldarkonu sem lést í kringum árið 920.

Hún er oftast kennd við flíkurnar sem hún fannst í sem voru bláar að lit og er því nefnd bláklædda konan. Undanfarið hafa miklar rannsóknir verið gerðar á öllu því sem tengist bláklæddu konunni og þær rannsóknir verða kynntar í Þjóðminjasafninu á laugardaginn þegar sýning tengd henni verður opnuð, að því er fram kemur í umfjöllun um bláklæddu konuna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert