Launahækkanir auka ekki atvinnuleysi eða ójöfnuð

Ólafía Björk er formaður VR.
Ólafía Björk er formaður VR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kröfugerðir stéttarfélaganna munu ekki auka atvinnuleysi eða ójöfnuð nái þær fram að ganga. Því hefur verið haldið fram að ef launahækkanir stéttarfélaga verði að veruleika muni atvinnuleysi aukist gríðarlega. 

Þetta kemur fram í grein Viðars Ingasonar, hagfræðings VR. Hann bendir á að atvinnuleysi hafi lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun 2011, þrátt fyrir undirritun samninga þá sem mörgum þóttu ganga of langt.

Hann bendir á þrjú tilvik þar sem laun voru hækkuð töluvert og hafði sú launahækkun jákvæð áhrif á atvinnuleysi. Árið 1998 hækkuðu laun um 12,9% og atvinnuleysi var 3,4%. Ári síðar hafði atvinnuleysið lækkað niður í 2,2%.

Árið 2006 varð 10,9% launahækkun og atvinnuleysið þá var 2,8%. Ári síðar var atvinnuleysið komið niður í 2,2%. Árið 2012 varð 10,8% launahækkun og atvinnuleysi var þá 6,7%. Ári síðar var atvinnuleysið 5,3%. Hækkun launa hefur því, samkvæmt Viðari, ekki þau áhrif að atvinnuleysi aukist. 

Hér á lesa grein Viðars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert