Stór hluti Kópavogs var án rafmagns

Horft yfir Kópavog.
Horft yfir Kópavog. mbl.is/Árni Sæberg

Bilun varð í háspennustreng á milli tveggja aðveitustöðva í Kópavogi í morgun. Rafmagnslaust varð í stórum hluta bæjarins í tæpan stundarfjórðung, en fyrsta tilkynning kom klukkan 9:37 og var rafmagn aftur komið á klukkan 9:51.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Þar segir ennfremur, að unnið sé að greiningu.

Orkuveita Reykjavíkur biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert