„Velferð þjóðarinnar í húfi“

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Hjúkrunarráð Landspítala lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga þann 27. maí nk. og hversu illa gengur að semja við þær heilbrigðisstéttir sem nú þegar eru í verkfalli.  

Þetta kemur fram í álytkun sem var samþykkt af stjórn hjúkrunarráðs á þriðjudag, en hún hefur verið birt á heimasíðu Landspítalans

Fram kemur, að framkvæmdastjórn Landspítala og landlæknir hafi bent á að nú þegar sé öryggi sjúklinga ótryggt. Þar að auki sé uppsafnaður vandi á Landspítala þar sem biðlistar hafi lengst og atgervisflótti starfsfólks sé raunverulegur. 

„Landspítali og íslenskt heilbrigðiskerfi í heild má ekki við frekari skerðingu á þjónustu. Hætt er við að skaði hljótist af sem erfitt verði að bæta. Hjúkrunarráð Landspítala hvetur stjórnvöld til að ganga frá samningum áður en til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur. Velferð þjóðarinnar er í húfi,“ segir í ályktuninni, sem Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs, birti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert