Fyrsta greiðsla 800 milljónir

Lóð RÚV við Efstaleiti.
Lóð RÚV við Efstaleiti. Ljósmynd/RÚV

Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins ohf., segir að það hafi ekki verið neitt bráðræði hjá RÚV að ráðast í útboð vegna sölu á lóðarréttindum að Efstaleiti 1, áður en hönnunarsamkeppni um svæðið og deiliskipulagi þess er lokið.

„RÚV er fjölmiðill og það er ekki skilgreint hlutverk RÚV að vera þróunaraðili að lóð. Því var það samdóma álit okkar hjá RÚV og þeirra sérfræðinga og ráðgjafa sem hafa unnið með okkur að undirbúningnum og gerð útboðsins að best væri að fá fjárfestinn sem fyrst að borðinu; hann ætti svo samskipti við Reykjavíkurborg áður en deiliskipulag liggur fyrir,“ segir Margrét í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Hún bætir við, að hagsmunir RÚV og Reykjavíkurborgar hafi legið saman í því að flýta ferlinu, þar sem sala RÚV á lóðarréttindunum sé hluti þeirrar fjárhagslegu endurskipulagningar stofnunarinnar sem nú er unnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert