Sláttur hafinn í Mosfellsbæ

Ljósmynd/Mosfellsbær

Sláttur hófst í Mosfellsbæ í dag í sól og ágætis veðri. Vorhreinsunarátak hefur staðið yfir í Mosfellsbænum fyrripart maímánaðar með aðstoð íbúa og félagasamtaka. Götur og göngustígar hafa verið sópaðir og má segja að bærinn sé að komast í sumarbúning.

Mosfellsbær býður upp á fjölmargar göngu- og hjólaleiðir og er því tilvalið að fara út og hreyfa sig á dögum eins og þessum, að því er segir í frétt á vef bæjarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert